Heildareignakerfi sniðið að þörfum stofanafjárfesta.
Mikil og góð reynsla er af kerfinu og hefur það gefið sér gott orð fyrir áreiðanleika í útreikningum.
Allar helstu gerðir verðbréfa
Kerfið heldur utan um skuldabréf, hlutabréf, hlutdeildarsjóði, innlánsreikninga og framvirka samninga (nokkrar gerðir) í innlendri sem erlendri mynt.
Flokkun
Kerfið er mjög sveigjanlegt er kemur að flokkun. Notendur geta byggt upp sitt eigið flokkunarkerfi og áhættumat. Hægt er að skipta eignasafni niður í deildir, t.d. ef hluti verðbréfasafnsins er í vörslu hjá öðrum aðilum.
Útreikningar
Kerfið hefur mikla möguleika í útreikningum. Hægt er að setja upp eigin reiknireglur í útreikningi skuldabréfa. Notendur geta sjálfir sett upp reglur um verðmat bréfa sem eru lítt virk á markaði.
Miðlægar upplýsingar
Notendur hafa aðgang að miklu safni miðlægra upplýsinga sem eru uppfærðar daglega.
Helstu upplýsingar:
• Þjóðskrá
• Vextir
• Vísitölur
• Gengi gjaldmiðla
• Upplýsingar frá Kauphöll Íslands
• Gengi erlendra verðbréfa frá Bloomberg
• Skilmálar markaðsbréfa
• Framhaldsuppboð fasteigna
• Innlausn skuldabréfa (húsbréf o.fl.) Notendur þurfa ekki sjálfir að viðhalda slíkum upplýsingum en það myndi bæði kosta mikla vinnu og villuhættu.
Innheimtuaðilar
Kerfið tekur við upplýsingum úr skuldabréfakerfi Reiknistofu Bankanna. Ef kröfueigandi lætur banka annast vörslu og innheimtu skuldabréfa, þá uppfærast greiðslur sjálfkrafa og hægt er að bera saman útreikninga milli sjóðs og banka.
Kröfupottur RB
Hægt er að sinna innheimtu skuldabréfa með tengingu við Kröfupott RB. Keyrðar eru vinnslur sem stofna kröfur og skrifa út greiðsluseðla. Kröfuskrár eru síðan sendar til RB með bankalínu. Kröfurnar birtast í netbönkum greiðenda þar sem þeir geta greitt þær. Í Kröfupottinum eru sjálfvirkt ítrekunarkerfi. Hreyfingar eru sóttar frá RB og lesnar inn í Jóakim.
Eftirlit
Eitt af hlutverkum kerfisins er eftirlitsþáttur
• Eftirlit með verðbréfaviðskiptum
Þetta á einkum við um skuldabréfaviðskipti en þau uppfærast ekki nema ávöxtunarkrafa og kaupverði stemmi. Þetta eftirlit hefur sparað notendum kerfisins umtalsverða fjármuni.
• Eftirlit með bönkum
Kerfið villuprófar greiðslur skuldabréfa sem eru í bankainnheimtu og uppfærir ekki nema þegar mismunur er innan skekkjumarka.
• Nauðungaruppboð
Eigendur skuldabréfa með fasteignaveði geta fylgst með nauðungaruppboðum eigna sem þeir eiga veð í.
Upplýsingar til bókhalds
Verðbréfakerfið er undirbókhaldskerfi sem skilar í uppgjöri samanteknum upplýsingum í fjárhagsbókhald. Auðvelt er að greina hvaða verðbréf eru á bak við hverja tölu í bókhaldinu. Miklir möguleikar eru á að stýra því hvernig upplýsingar færast í bókhaldið. Hægt er að stýra bókhaldsverðmæti verðbréfa, t.d. að ákveða hvort skuldabréf eru gerð upp á kaupávöxtunarkröfu eða markaðskröfu.
Skýrslur
Hægt er að taka út úr kerfinu margskonar skýrslur sem fyrir eru í kerfinu. Einnig er hægt að velja út sérstaklega þær upplýsingar sem á að vinna með og móta útlitið í Excel. Allar skýrslur í verðbréfakerfinu eiga það sameiginlegt að hægt er að velja, raða og taka upplýsingar saman á margvíslegan hátt. Dæmi um slíka samantektarmöguleika eru markaðsflokkar, deildir, flokkunarkerfi sjóðsins, áhættuflokkar, gjaldmiðlar, umsjónaraðilar, útgefendur og tegundir verðbréfa.
• Stöðuskýrslur
Skýrslur sem reikna sundurliðað verð og stöðu innlendra sem erlendra bréfa.
• Ávöxtun og verðbreytingar verðbréfa
Útreikningur á ávöxtun og verðbrétingar allra verðbréfa fyrir hvaða tímabil sem er. Hægt er að bera saman þessar stærðir fyrir einstök verðbréf, hópa verðbréfa og vísitölur.
• Áhættugreiningar
Hægt er að taka út runur um ávöxtun fhyrir einstök verðbréf eða hópa verðbréfa og bera saman við þróun vísitalna, gjaldmiðla eða annarra verðbréfa. Hægt er að fá fram samvik, fylgni, betagildi o.fl. en einnig er hægt að taka þessar ávöxtunarrunur yfir í Excel og nota útreikningsföllin þar til frekari greiningar.
• Gjaldeyrishagnaður
Hægt er að reikna út hlut gjaldeyrishagnaðar í ávöxtun verðbréfa.
Greiðsluflæði
• Áætlun á greiðslum skuldabréfa, miklir möguleikar. M.a. er hægt að áætla innlausn húsbréfa.
Vanskil
Vanskil skuldabréfa eftir aldri skulda, lögfræðimerkjum o.fl.
• Veð og ábyrgðir
Skýrslur til að sýna veð og ábyrgðir skuldabréfa. M.a. er hægt að takan saman veð eftir sveitarfélögum. Hægt er að taka saman upplýsingar um heildarskuldbindingar útgefanda.
• Hreyfingaskýrslur
Kaup, sala, greiðslur, arðgreiðslur og reikningshreyfingar fyrir öll verðbréf.