Orlofshúsakerfi Jóakims er hannað fyrir stéttarfélög og félagasamtök til að halda utan um orlofshús, íbúðir, tjaldvagna og styrki.
Við hönnun kerfisins hefur verið lögð áhersla á sveigjanleika til að viðhald verði í lágmarki og notendur geti sjálfir lagað kerfið að sínum þörfum.
Hvernig virkar orlofshúsakerfið?
Kerfið notar fullkominn venslaðan gagnagrunn og er keyrt miðlægt sem tryggir áreiðanleika og öryggi gagna. Grunnurinn er mjög vel skipulagður og eru upplýsingar aldrei geymdar á tveimur stöðum. Þar sem kerfið er keyrt miðlægt fá allir notendur sjálfkrafa uppfærslur um leið og þær verða til og auðvelt er að veita umsjónarmönnum orlofshúsa lestraraðgang að kerfinu í gegnum öruggt (HTTPS) internetsamband.
Kerfið tengist félaga- og iðgjaldakerfi Jóakims þannig að allar upplýsingar um félagsmenn, svo sem áunnir punktar, greiðslusaga, orlofshúsaumsóknir og úthlutunarsaga, eru í einum gagnagrunni. Aðeins þarf að slá inn kennitölu eða nafn félagsmanna einu sinni til að fá allar upplýsingar um viðkomandi og til að bóka orlofshús.
Orlofshúsakerfið er tengt við þjóðskrá sem er uppfærð daglega en auk þess er hægt að skrá viðbótarupplýsingar um félagsmenn eins og síma, tölvupóstfang og heimili ef ekki á að notast við lögheimili.
Í kerfinu er sveigjanleg dagbók sem býður upp á fjölda möguleika varðandi flokkun, svo sem eftir viðhaldi húsa, innkaupum og umgengni félagsmanna.
Notendur geta stofnað úthlutunarvertíðir eins og páska og sumar þar sem félagsmenn sækja um allt að tíu valmöguleika á húsahópum og tímabilum. Kerfið úthlutar síðan húsum samkvæmt fyrirfram skilgreindum reglum. Úthlutunartímabil geta verið í dögum eða vikum og verið mislöng eftir húsahópum. Kerfið kemur í veg fyrir tvíbókanir og hægt er að bóka ákveðin hús á ákveðnum tímum hvenær sem er.
Verðskrá býður upp á mismunandi verð í krónum og punktum eftir tímabilum og dvalarlengd.
Hægt er að hafa álag fyrir hverja úthlutun óháð lengd úthlutunar, t.d. til að borga fyrir þrif, þvott eða innheimtukostnað. Félagsmenn geta tengst kerfinu með vefaðgangi og flett upp iðgjaldasögu, umsóknar- og úthlutunarsögu, skoðað punktastöðu, skráð umsóknir um orlofshús og breytt umsókn sinni á meðan umsóknartímabil er opið. Vefurinn vinnur á raungögnum, er í öruggu dulkóðuðu umhverfi og aðeins félagsmenn sem hafa fengið úthlutað lykilkorði hafa aðgang að eigin upplýsingum. Grunnupplýsingar eins og verð og úthlutunartímabil eru skráðar á einum stað í Jóakim og vefurinn notast við sömu stýringar. Hægt er að skrá tilvísanir (URL) í vefsíður í grunnupplýsingar húsahópa sem geta vísað í nánari upplýsingar og myndir af húsunum.
Orlofshúsakerfi Jóakims heldur utan um orlofshús, íbúðir, tjaldvagna og styrki.
Helstu kostir:
• Sveigjanlegt
• Lágmarksviðhald
• Fullkominn gagnagrunnur
• Sjálfvirkar uppfærslur
• Tengt félagakerfi