Lífeyrisgreiðslukerfið í Jóakim er sérhannað fyrir útborgun á lífeyri. Helstu þættir þess eru:
• Skráning á lífeyrisumsóknum
• Tengist iðgjaldakerfi, hægt að fletta upp réttindum sjóðfélaga
• Reiknar allar tegundir lífeyris (elli-, örorku-, barna-) fyrir öll réttindakerfi
• Sjálfvirkur útreikningur á lífeyrisgreiðslum, staðgreiðslu skatta og útborgun inn á bankareikning lífeyrisþega
• Skráning á sjúkdómsgreiningu örorkulífeyrisþega
• Uppgjör við launagreiðendur vegna hlutfallskerfis (eftirmannsregla)
• Samkeyrsla við gögn frá RSK vegna örorkubóta
Í kerfinu eru settar upp svokallaðar greiðslustofur sem sjá um að greiða út lífeyri fyrir einn eða fleiri sjóði.
Ef lífeyrisþegi þiggur lífeyri frá mörgum lífeyrissjóðum sem eru innan sömu greiðslustofu þá er sameiginleg útborgun fyrir alla sjóðina.
Sjóðir innan greiðslustofu sjá sjálfir um upplýsingar um sína greiðsluþega og sínar lífeyrisstýringar. Þeir geta flett upp á öllum gögnum er varðar þeirra lífeyrisþega og tekið út skýrslur.
Greiðslustofa sér um:
• Greiðslu lífeyris inn á bankareikninga greiðsluþega
• Útsendingu yfirlita, greiðsluþegi fær eitt yfirlit með greiðslum úr öllum sjóðum innan greiðslustofu
• Útsendingu launamiða vegna skattframtals
• Uppgjör við skatt
• Vörslu skattkorta, sem nýtast betur þegar greitt er vegna margra sjóða
• Uppgjör milli sjóða og greiðslustofu
Lífeyrisþegar geta fengið aðgang að sama kerfi og sjóðfélagar. Þar geta þeir flett upp þeim lífeyrisgreiðslum sem þeir hafa fengið auk iðgjölda og réttinda.
Árlega eru lesnar inn upplýsingar frá Ríkisskattsjóra um tekjur örorkuþega og í framhaldi af því er hægt að taka út skýrslu yfir þá sem eru með breyttar tekjur og kerfið reiknar út tillögu að breyttum lífeyri.